Hvað er plast?

Plast er efni sem unnið er m.a. úr olíu. Það eyðist á mjög löngum tíma, í sumum tilfellum á meira en þúsund árum. Plastnotkun hefur aukist talsvert í heiminum á síðustu áratugum. Í daglegu lífi flestra er plast út um allt. Matvörur koma í plasti, við tökum plastpoka utan um grænmetið í búðinni, við kaupum okkur drykki í plastflöskum eða kaffi í pappaglasi með plastloki. Einnig bursta margir í sér tennurnar með plast-tannbursta.

Mengun

Plastrusl á það til að safnast upp bæði á landi og í sjó í miklu magni. Dýr geta orðið fyrir ýmiss skonar skaða vegna plastmengunar, til dæmis geta þau fest sig í plastrusli og borðað það fyrir mistök. Það eru skaðleg efni í ýmsu plasti sem alls ekki eru ætluð til inntöku. Fólk á það einnig til að verða fyrir skaðlegum áhrifum af plastmengun, sem dæmi geta þau truflað hormónabúskap líkamans.

Endurvinnsla

Nauðsynlegt er að endurvinna plast svo það endi ekki í náttúrunni. Við endurvinnslu er hægt að nýta það aftur en gæði plastsins minnka í hvert skipti sem það er endurunnið.

ÆSKILEGT ER AÐ ENDURVINNA ALLT PLAST EN ÞAÐ EITT OG SÉR ER EKKI NÓG TIL AÐ SPORNA VIÐ VANDANUM.

Til þess að vinna að skaðaminnkum plasts er nauðsynlegt að nota það minna. Það eru margar leiðir færar í þeim efnum.

Hvernig minnkum við plastnotkun?

Ýmsar leiðir eru færar þegar kemur að því að nota minna plast. Hér eru aðeins örfá dæmi.

  • Notaðu fjölnota innkaupapoka þegar þú ferð út í búð.
  • Taktu með þér fjölnota kaffibolla eða drekktu kaffið á staðnum í postulíni.
  • Slepptu því að nota plaströr (ef að þér finnst rör ómissandi, notaðu pappa, bambus eða stálrör í staðinn).
  • Slepptu því líka að setja grænmetið í plastpoka (ef þér finnst pokinn nauðsynlegur má kaupa fjölnota poka úr fataefni).
  • Notaðu fjölnota box til að geyma afganga í stað plastpoka.
  • Taktu með þér fjölnota nestisbox á veitingastaði ef ætlunin er að borða matinn annarsstaðar.
  • Prófaðu að nota sápustykki í stað sápu í fljótandi formi! Það er meira að segja hægt að kaupa stykki af hárnæringu og sjampói.
  • Keyptu eyrnapinna sem eru gerðir úr pappa en ekki plasti.
  • Ef þú átt barn, þá getur þú notað fjölnota bleyjur í stað einnota, það er líka ódýrara.
  • Prófaðu að kaupa bambustannbursta.
  • Slepptu því að nota blöðrur og glimmer úr plasti.

Heimildir

BuzzFeed – 39 leiðir

Plastlaus september

Britannica – Plastic pollution

Ráð höfundar

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar