Hvað eru Ungir umhverfissinnar?

Ungir umhverfissinnar eru samtök ungs fólks á aldrinum 15-30 ára sem vill láta gott af sér leiða í umhverfismálum. Markmið UU er að hvetja til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjast fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi. Félagið er óháð öllum stjórnmálaöflum en beitir stjórnvöld þrýstingi. Jafningjafræðsla og aukinn áhugi ungs fólks á umhverfismálum eru leiðarljós ungra umhverfissinna.

Hvað gera Ungir umhverfissinnar?

UU stendur fyrir fjölmörgum viðburðum og fræðslufundum og heldur úti facebook-síðu þar sem birt er fróðlegt og skemmtilegt efni um umhverfismál. Félagið stendur fyrir kvikmyndasýningum, tónleikum, ferðum, gjörningum, beinum aðgerðum, mótmælum, kröfugöngum, greinaskrifum, fræðslu í skólum, og reglulega eru haldnir opnir umræðufundir um umhverfismál. Fyrir kosningar halda UU pallborðsumræður með stjórnmálaflokkunum um umhverfismál.

Hvernig er hægt að taka þátt?

Allir á aldrinum 15 til 30 ára geta tekið þátt. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í félagið geta sent póst á umhverfissinnar@gmail.com með kennitölu, símanúmeri og fullu nafni. Félagsmenn geta haft áhrif á stefnu og starfsemi félagsins og geta skráð sig í vinnuhópa. Vinnuhóparnir hafa mismunandi verkefni, s.s. að skipuleggja viðburði, gefa út pistla og myndbönd, skipuleggja jafningjafræðslu o.fl. Öllum er frjálst að mæta á opna fundi og aðra viðburði félagsins, en þeir eru auglýstir á facebook-síðu félagsins.

Hjá Ungum umhverfissinnum er hægt að:

  • Fræðast um umhverfismál
  • Taka þátt í skemmtilegum gjörningum, ferðum og öðrum viðburðum
  • Hafa áhrif á umhverfismál á Íslandi
  • Spreyta sig á því að skipuleggja félagsstarf
  • Láta gott af sér leiða í þágu umhverfis- og náttúruverndar.

Hvernig hef ég samband?

Ungir umhverfissinnar
Formaður: Pétur Halldórsson
  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar