Hvað er Hugrún geðfræðslufélag?
Hugrún geðfræðslufélag var stofnað árið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Síðan þá hafa fleiri aðilar úr hinum ýmsu greinum háskólans lagt hönd á plóg í verkefnum Hugrúnar.
Hvað gerir Hugrún?
Hugrún geðfræðslufélag hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðsjúkdóma og geðheilbrigði. Félagið hefur staðið að fræðslu í famhaldsskólum ásamt því að halda opið fræðslukvöld í Háskóla Íslands. Hugrún hefur einnig komið að fræðslum í félagsmiðstöðvum, fyrir foreldra, nemendafélög og fleiri.
Á vef Hugrúnar, gedfraedsla.is má finna greinar um geðræn vandamál og upplýsingar um hvar hægt sé að leita sér aðstoðar. Þar má einnig finna viðtöl við einstaklinga sem hafa glímt við geðræn vandamál og vilja auka umræðu um andleg veikindi í samfélaginu.
Hvernig hef ég samband?
Hægt er að senda tölvupóst á gedfraedsla@gedfraedsla.is
Vefur Hugrúnar er á gedfraedsla.is
Hugrún er einnig virk á Twitter og Facebook.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?