Þvottamerkingar gefa upplýsingar um hvernig skal meðhöndla flíkur til þess að þær skemmist ekki við þvott. Það er mikilvægt að fylgja þvottaleiðbeiningum vel svo flíkin endist vel. En hvað þýða öll þessi tákn? Hvað þýðir þríhyrningur með krossi yfir? Eða kassi með hring innan í og einum punkti? Hér er að finna nokkrar þvottavélamerkingar svo þú skiljir táknin.
Hér er myndrænt skema sem sýnir flest þvottamerki með útskýringum. Þvottaleiðbeiningar eru oft bara myndrænar svo það er gott að skoða töfluna vel og jafnvel prenta hana út og hengja á vélina. Fyrir neðan skemað eru svo nánari útskýringar í orðum.

Gerviefni og ull
Númerið í balanum sýnir hámarkshita sem fatnaðurinn þolir, á meðan strikið fyrir neðan balann fjalla um skol og vindingu.
- Ef það eru engin strik má vinda og skola á venjulegan máta.
- Eitt strik þýðir að minnka á hraðann á þeytivindunni.
- Tvö strik þýða að fötin þurfa að fara á milt þvottaprógramm.
- Ef það er kross yfir balann má ekki þvo flíkina og hún gæti þurft að fara í þurrhreinsun.
Handþvottur
Ef að það er hönd í balanum þá skal þvo flíkina með höndunum á 40° gráðum eða minna.
Margar þvottavélar eru með handþvottaprógramm. Það er fyrir viðkvæmar flíkur, svo sem kasmír og silki og þvær þvottinn varlegar heldur en á venjulegri stillingu til að koma í veg fyrir að fötin skreppi saman eða að lykkjuföll myndist.
Straujárn
Punktarnir á straujárninu merkja hitann sem strauja má á. Því fleiri punktar, því hærri hiti!
- Ef það eru engir punktar má strauja á hvaða hita sem er.
- Ef það eru tvö strik sem koma úr botni straujárnsins og kross yfir þeim má ekki gufustrauja.
- Punktarnir gefa í skyn hitann sem á að vera á járninu. Almennt má stiðjast við þessa þumalputtareglu: Þrír punktar eru fyrir hör og bómull, tveir fyrir gerviefni og einn fyrir viðkvæmustu efnin, svo sem ull og silki.
Ef að kross er yfir tákninu má ekki strauja flíkina.
Þurrkari
Það er auðvelt að þurrka föt ef þú notar rétt hitastig.
- Hringur innan í kassa þýðir að þú megir þurrka flíkina í þurrkara.
- Punktarnir samsvara hitastigi. Einn fyrir lágan hita, tveir fyrir venjulegan hita og þrír fyrir hátt hitastig.
- Kross yfir merkið merkir að ekki megi þurrka flíkina í þurrkara.
Sum föt líta út fyrir að vera úr svipuðu efni, en hafa mismunandi merkingar. Þá eru þau líklegast gerðar úr mismunandi efnablöndum. Sum efni geta minnkað eða hnökrast í þurrkaranum. Flík sem má þurrka í þurrkara hefur verið meðhöndluð svo að hún þoli þurrkunina.
Þurrhreinsun
Sum föt má þurrhreinsa og önnur verður að þurrhreinsa.
- Hringur merkir að flíkina megi þurrhreinsa.
- Ef það er bókstafur innan í hringnum þá eru það skilaboð til fatahreinsunarinnar um hvaða efni megi nota og hvaða aðferð.
- Ef að hringurinn er með kross yfir má ekki þurrhreinsa flíkina.
Fataframleiðendur gefa yfirleitt góðar leiðbeiningar varðandi hreinsun, þannig að þó að þig gruni að þeir séu að ofvernda flíkina, þá er best að fylgja leiðbeiningunum.
Bleiking
- Þríhyrningur merkir að þú mátt nota kalt, útþynnt klór.
- Ef að þríhyrningurinn er með tvær rendur má bara nota klórlaust, litaþolið klór.
- Ef að kross er yfir þríhyrningnum má ekki bleikja flíkina.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?