Hvað er dreifnám?

Dreifnám er fjarnám í fag- og iðngreinum. Einnig er kennt dreifnám í frumgreinum og háskólabrú. Námið fer að mestu fram eins og hefðbundið fjarnám, í gegnum tölvupóst og á netinu. Einnig þurfa nemendur að mæta í verklega tíma nokkrum sinnum á önn, yfirleitt í vikulöngum lotum.

Af hverju að velja dreifnám?

Dreifnám er upphaflega hugsað fyrir fólk sem vill mennta sig í fag- og iðngreinum utan skóla. Það getur hentað vel fyrir fólk sem býr á landsbyggðinni eða getur ekki sótt tíma í hefðbundnum dagskóla. Með góðri skipulagningu er hægt að stunda dreifnám með vinnu.

Hvar er dreifinám kennt?

Hér til hægri má finna yfirlit Áttavitans yfir alla þá skóla á landinu sem bjóða upp á dreifnám. Hér fyrir neðan má finna tengla sem vísa beint á heimasíðu skólanna.

Á höfuðborgarsvæðinu eru það:

Á landsbyggðinni eru það:

Menntaskólinn á Ísafirði hefur boðið upp á dreifnám ef nægileg aðsókn hefur verið í námið.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar