Íslendingar hafa í gegnum árin verið duglegir að sækja nám erlendis og hafa þá Norðurlöndin, sérstaklega Danmörk, verið vinsælustu námslöndin. Félagsmenn SÍNE eru dreifðir um allan heim, m.a. í Grikklandi, Eistlandi, Ástralíu og Kanada en einnig eru margir sem dveljast hluta af námi sínu á framandi slóðum. Fara til dæmis í námsferðir eða dvelja eina önn í Afríku eða Asíu.

Þeir sem hafa hug á að fara í nám erlendis, en vantar upplýsingar um hvar er best að byrja, þá er starfsfólk hjá SÍNE með ábendingar um nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

1​. Þú þarft að ákveða í hvaða landi þú vilt læra

Gott er að kynna sér skóla 12-18 mánuðum áður en nám hefst. Góð leitarvél er á vefnum farabara og á vef Menntasjóðs námsmanna má finna upplýsingar um hvaða skólar hafa verið samþykktir á undaförnum árum og íslenskir námsmenn hafa stundað nám við. Sá listi er þó ekki tæmandi og ef þú hefur áhuga á skóla sem er ekki á þeim lista er hægt að senda inn erindi til LÍN og fá svar um hvort það nám sé lánshæft. Á síðu SÍNE er handbók um nám erlendis, einnig eru góðar síður hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Fyrir þá sem hafa áhuga á námi í Bandaríkjunum er Fulbright stofnunin fróðleiksbrunnur.

2. Þú þarft e.t.v. að taka tungumálapróf

Oft fara skólarnir fram á að tilvonandi námsmenn skili inn tungumálaprófum, t.d. TOEFL enskuprófi, en einnig gera þýskir og franskir háskólar kröfu um tungumálapróf.

Ef sótt er um nám á Norðurlöndunum, sérstaklega í Danmörku, er mjög gott að vera búin/n/ð með allavega 15 f-einingar í dönsku og 25 í ensku. Þetta eykur líkurnar á þú komist inn í námið þar sem þú getur sýnt fram á smá grunn.

3. Þú verður sækja um skólavist

Það er mismunandi eftir löndum hvenær umsóknarfrestur rennur út. Í Danmörku er eitt umsóknareyðublað fyrir allt háskólanám og rennur umsóknarfresturinn út í mars.

4. Þú skalt afla þér styrkja

Mælt er með því að námsmenn séu duglegir að sækja sér styrki. Vefurinn farabara.is heldur úti yfirlit yfir fjölda styrkja. Í flestum styrkumsóknum er leitast eftir sömu upplýsingum, því er gott að eiga einkunnir sínar tiltækar á ensku (eða tungumáli námslands), hafa tiltæka starfsferilskrá, umsóknarbréf og aðrar viðeigandi upplýsingar sem hægt er að aðlaga að hverri umsókn fyrir sig.

5. Þú verður að sækja um húsnæði

Það getur verið mögulegt að sækja um vist á stúdentagörðum, leigja íbúð hjá leigumiðlun í viðkomandi borg eða senda auglýsingu á leigumarkað SÍNE.

6. Þú skalt kynna þér allt um vottorð og vegabréfsáritanir

Þetta er mismunandi eftir löndum en góðar vefsíður til að kynna sér málin eru Halló NorðurlöndBandaríska sendiráðið og Breska sendiráðið.

7. Þú skalt kynna þér allt um námslán

SÍNE veitir hagnýtar upplýsingar og þjónustu varðandi námslánin. Umsóknum um námslán verður að skila fyrir:

  • 1.desember vegna haustannar,
  • 1.maí vegna vorannar,
  • 1.júlí vegna sumarannar.

Nánari upplýsingar má finna hjá LÍN.

8. Þú skalt huga að búslóðaflutningum, þ.e. ef þarf

Ef búslóð er tekin með út þarf að huga að flutningi hennar í tíma. SÍNE félagar njóta afsláttarkjara hjá Eimskip

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar