Í MEMA vinna nemendur að því að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd sem lokaverkefni úr framhaldsskólanámi sínu.

Nýsköpunarhraðall framhaldsskólanna

Mema er nýsköpunarhraðall þar sem þróaðar eru snjallar hugmyndir af framhaldsskólanemum og þeim svo komið í verk. Þar fá framhaldsskólanemendur tækifæri á því að sannreyna hugmyndir sínar með viðurkenndri aðferðarfræði notuð af alþjóðlegum stórfyrirtækjum.

Umsjón verkefnisins er í höndum Fab Lab Reykjavík í samstarfi við Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Teymin fá faglega ráðgjöf og endurgjöf frá sérfræðingum fyrirtækja á borð við Reon, Aranja og Landvernd svo eitthvað sé nefnt. 

MEMA nýsköpunarhraðallinn styður ungmenni við lausnaleit í áskorunum framtíðarinnar með því að bjóða upp á námsefni í formi spretta, en hraðallinn byrjar á Þekkingarspretti sem unnin er í samstarfi við Háskóla Íslands. Fab Lab Reykjavík leiðir verkefnið, en styður þess að auki við tæknilega útfærslu og frumgerðasmíði nemenda.

Markmið MEMA

Verkefninu er ætlað að efla skilning ungmenna á möguleikum nýsköpunar til að taka þátt í samfélaginu og leysa vandamál. Með því að halda samkeppni milli framhaldsskóla um lausnaleit í málaflokkum heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna vilja þau efla samkennd, lausnamiðaða hugsun og þverfaglega- og tæknilega samvinnu ungmenna.

Markmið verkefnisins er að nýta sköpunarkraft ungmenna til að efla tæknimenntun og þverfaglega samvinnu í námi.

MEMA nýsköpunarhraðallinn hefur það að markmiði að virkja framhaldsskólanema til nýsköpunar í þverfaglegu samstarfi við sérfræðinga og hagsmunaaðila. Leitast er eftir því að auka tæknilega þekkingu ungs fólks með því að leita að tækifærum og lausnum í áskorunum framtíðarinnar. Með því að styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem árangursmælikvarða er hægt að finna ýmis tækifæri sem munu koma til með að skipta verulegu máli á komandi árum. Á þessu ári var miðað við Heimsmarkmið 11, Sjálfbærar borgir og samfélög.

Á heimasíðu MEMA er hægt að sjá sigurvegara.

Facebooksíða MEMA

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar