Hvað er viðskipta- og hagfræðibraut?
Viðskipta- og hagfræðibraut er námsleið í framhaldsskóla þar sem áhersla er lögð á greinar eins og viðskiptafræði, stærðfræði, bókfærslu, hagfræði, rekstrarfræði og upplýsingatækni. Minni áhersla er lögð á tungumál og raunvísindi.
Fyrir hverja er viðskipta- og hagfræðibraut?
Viðskipta- og hagfræðibraut er hugsuð sem undirbúningur fyrir nám á háskólastigi í viðskiptafræði, hagfræði, rekstrarfræði og fleiri skyldum greinum. Einnig getur brautin verið ágætis grunnur fyrir nám í félagsvísindum á háskólastigi. Lítil áherlsa er lögð á raun- og hugvísindi.
Hvaða skólar bjóða upp á viðskipta- og hagfræðibraut?
Hér til hægri má finna yfirlit Áttavitans yfir alla þá skóla á landinu sem bjóða upp á félagsfræðibraut. Hér fyrir neðan má finna tengla sem vísa beint á heimasíður skólanna.
Í Reykjavík eru það:
- Borgarholtsskóli,
- Fjölbrautskólinn í Ármúla,
- Fjölbrautaskólinn í Garðabæ,
- Flensborgarskóli í Hafnarfirði,
- Menntaskólinn í Kópavogi,
- Verzlunarskóli Íslands.
Á Vesturlandi er það:
Á Norðurlandi eru það:
Á Austurlandi er það:
Á Suðurlandi eru það:
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?