Hvað er starfsbraut?
Starfsbraut er ætluð nemendum með fötlun sem vilja stunda frekara nám eftir grunnskóla. Námið er að hluta til bóklegt en einnig fara nemendur í starfsnám, ýmist í skólanum eða á vinnustöðum. Námið er einstaklingsmiðað og reynt er að koma til móts við þarfir og hæfileika nemandans.
Af hverju að fara í nám á starfsbraut?
Með námi á starfsbraut getur nemandi aukið vinnu- og aðlögunarfærni sína til muna. Hann fær tækifæri til að efla hæfileika sína. Markmið starfsbrautar er að efla sjálfstraust, sjálfstæði og hæfni með einstaklingsmiðuðu námi. Því er ætlað að hjálpa nemendum að takast á við viðfangsefni fullorðinna í daglegu lífi. Einnig hjálpar námið nemendum að mynda félagsleg tengsl og eignast nýja vini.
Hvað er nám á starfsbraut langt?
Námið tekur fjögur ár og útskrifast nemendur af starfsbraut.
Hvar er starfsbrautarnám kennt?
Hér til hægri má finna yfirlit Áttavitans yfir alla þá skóla á landinu sem bjóða upp á starfsbraut. Hér fyrir neðan má finna tengla sem vísa beint á heimasíður skólanna.
Starfsbrautir eru í þó nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu, en þeir eru:
- Borgarholtsskóli,
- Fjölbrautaskólinn í Breiðholti,
- Menntaskólinn í Kópavogi,
- Fjölbrautaskólinn í Garðabæ,
- Tækniskólinn,
- Fjölbrautskólinn við Ármúla.
Á landsbyggðinni eru það eftirfarandi skólar sem bjóða upp á starfsbraut:
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?