Hvað er fjarnám?
Fjarnám er bóklegt nám sem nemendur geta tekið utan skóla. Þannig getur fólk stundað framhaldsskólanám óháð stað og stund. Kennsla og samskipti við kennara fara fram á netinu. Námið er hugsað sem sjálfsnám og krefst því mikils aga og skipulagningar.
Af hverju að velja fjarnám?
Fjarnám er góður kostur fyrir fólk sem vill stunda nám með vinnu eða hefur ekki tök á að mæta í skóla á almennum skólatíma. Það getur hentað fólki sem vill taka framhaldsskólanám á skemmri tíma. Einnig getur það verið góður kostur fyrir eldra fólk sem ekki lauk stúdentsprófi en hefur hug á að klára námið.
Hvaða skólar bjóða upp á fjarnám?
Á höfuðborgarsvæðinu eru þrír skólar sem bjóða upp á fjarnám á framhaldsskólastigi, en þeir eru:
Á landsbyggðinni eru það:
- Menntaskólinn á Egilsstöðum
- Verkmenntaskólinn á Akureyri
- Framhaldsskólinn á Húsavík
- Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
- Menntaskólinn á Tröllaskaga
- Menntaskóli Borgarfjarðar
- Fjölbrautaskóli Snæfellinga
- Menntaskólinn á Ísafirði
- Verkmenntaskóli Austurlands
- Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
- Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Fjarmenntaskólinn er svo samstarfsvettvangur framhaldsskóla víðsvegar um landið. Markmið samstarfsins er að auka framboð náms á framhaldsskólastigi. Skólarnir sem listaðir eru hér að ofan eru í samstarfi við Fjarmenntaskólann auk Menntaskólans að Laugarvatni og Framhaldsskólans á Laugum og býðst nemendum að taka áfanga í fjarnámi við samstarfsskólana. Hægt er að nálgast verðskrá hér.
Allir háskólarnir bjóða upp á fjarnám í einhverjum fögum.
Hvað kostar að vera í fjarnámi?
Innritun og nám í fjarnámi er töluvert dýrara en í dagskóla. Einnig getur verið verðmunur á milli skóla. Til að mynda kostar ein námseining í Fjölbrautaskólanum við Ármúla 2.700 kr. og innritunargjaldið er 6000 kr. Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ kostar einn áfangi 12.500 kr. og innritunargjaldið er 4.000 kr. Nemendur í dagskóla greiða ekki innritunargjald. Best er að kynna sér verðskrár á heimasíðum skólanna.
Hvar og hvenær skráir maður sig í fjarnám?
Skráning fer fram á heimasíðum skólanna. Venjulega er skráning í byrjun annar, þ.e. fyrstu dagana í september og janúar. Hjá þeim skólum sem bjóða upp á fjarnám á sumarönn fer skráning fram í lok maí.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?