Hvað er I.B.-nám?

I.B.-nám er bóklegt nám sem er ætlað til að undirbúa fólk fyrir háskóla. I.B.-námið er alþjóðlegt nám sem kennt er á ensku. Jafngildir það stúdentsprófi og það veitir aðgang í háskóla á Íslandi og erlendis.

Fyrir hverja er I.B.-nám?

Námið er hugsað fyrir erlent fólk búsett á Íslandi sem talar ekki íslensku og Íslendinga sem hafa búið erlendis í lengri tíma. Þetta er undirbúningsnám sem hugsað er fyrir þá sem stefna á háskólanám á ensku.

Hvað er I.B.-nám langt?

Námið tekur tvö til þrjú ár. Veltur það á nemendum sjálfum hversu hratt þeir vilja ljúka því.

Hver eru inntökuskilyrðin í I.B-nám?

Grunnskólapróf eða sambærileg menntun erlendis veitir inngöngu í I.B.-nám.

Hvar er I.B.-nám kennt?

I.B.-nám er einungis kennt í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Hér er hægt að lesa meira um I.B. námið.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar