Hvað er kvöldskóli?
Kvöldskólar eru að forminu til eins og dagskólar nema að því leyti að kennt er á kvöldin. Í kvöldskólum eru kenndar skyldugreinar til stúdentsprófs, starfs-, iðn-, og tæknináms auk valnámskeiða í hinum og þessum greinum. Ólíkt fjarnámi og dreifnámi er ætlast til að nemendur mæti reglulega í kennslustundir.
Af hverju að fara í kvöldskóla?
Kvöldskólar henta fólki sem ekki getur sótt dagskóla af einhverjum ástæðum. Fyrir þá sem vilja fá meiri stuðning frá kennara en gengur og gerist í fjarnámi eru kvöldskólar góður kostur. Yfirleitt er ekki mætingarskylda í kvöldskóla og því getur námið hentað vel með vinnu og fjölskyldulífi. Kvöldskólar eru tilvalið tækifæri til að ljúka ókláruðu framhaldsskólanámi eða til að flýta fyrir útskrift úr framhaldsskóla.
Hvar eru kvöldskólar?
Á höfuðborgarsvæðinu eru kvöldskólar í þremur framhaldsskólum, nánar tiltekið í:
Einnig býður Fjölbrautaskóli Suðurnesja upp á kvöldskólanám.
Hvað kostar að fara í kvöldskóla?
Kvöldskólanám er töluvert dýrara en almennt menntaskólanám. Algengt er að einn áfangi kosti um 20.000 kr. en innifalið í því er skráningargjald.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?