Hvað er náttúrufræðibraut?
Náttúrufræðibraut er námsleið í framhaldsskóla þar sem áhersla er lögð á stærðfræði og raunvísindi, svo sem eðlis- og efnafræði, líffræði, stærðfræði ýmiskonar, stjörnufræði og jarðfræði. Minni áhersla er lögð á tungumál og félagsgreinar.
Fyrir hverja er náttúrufræðibraut?
Náttúrufræðibraut er góður grunnur fyrir nám í raunvísindum, verkfræði og heilbrigðisfögum á háskólastigi. Vegna áherslu á stærðfræði kemur náttúrufræðibraut sér líka vel fyrir þá sem hyggja á nám í viðskiptum eða hagfræði. Þar sem lítil áhersla er lögð á félagsfræði og tungumál er náttúrufræðibraut ekki æskilegur grunnur fyrir nám í hug- eða félagsvísindum.
Hvaða skólar bjóða upp á náttúrufræðibraut?
Hér til hægri má finna yfirlit Áttavitans yfir alla þá skóla á landinu sem bjóða upp á náttúrufræðibraut. Hér fyrir neðan má finna tengla sem vísa beint á heimasíður skólanna.
Í Reykjavík eru það:
- Borgarholtsskóli,
- Fjölbrautskólinn við Ármúla,
- Fjölbrautaskólinn í Breiðholti,
- Fjölbrautaskólinn í Garðabæ,
- Flensborgarskóli í Hafnarfirði,
- Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ,
- Kvennaskólinn í Reykjavík,
- Menntaskólinn Hraðbraut,
- Menntaskólinn í Kópavogi,
- Menntaskólinn í Reykjavík,
- Menntaskólinn við Hamrahlíð,
- Menntaskólinn við Sund,
- Verzlunarskóli Íslands.
Á Vesturlandi eru það:
- Fjölbrautaskóli Snæfellinga,
- Fjölbrautaskóli Vesturlands,
- Menntaskólinn á Ísafirði,
- Menntaskóli Borgarfjarðar.
Á Norðurlandi eru það:
- Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra,
- Framhaldsskólinn á Húsavík,
- Framhaldsskólinn á Laugum,
- Menntaskólinn á Akureyri,
- Menntaskólinn á Tröllaskaga,
- Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Á Austurlandi eru það:
- Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu,
- Menntaskólinn á Egilsstöðum,
- Verkmenntaskóli Austurlands.
Á Suðurlandi eru það:
- Fjölbrautaskóli Suðurlands,
- Fjölbrautaskóli Suðurnesja,
- Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum,
- Menntaskólinn að Laugarvatni.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?