Hvað er háskólagátt?
Háskólagátt er hugsuð fyrir fólk sem ekki hefur lokið stúdentsprófi en hefur áhuga á frekara námi á háskólastigi. Að loknu námi öðlast nemendur ígildi stúdentsprófs og geta þannig innritast í háskóla hérlendis og erlendis.
Fyrir hverja er háskólagátt?
Háskólagátt er hagnýtt undirbúningsnám fyrir metnaðarfullt fólk. Vinnuálagið er mikið og námið krefjandi. Það hentar vel fólki sem ekki hefur nægilega góðan grunn fyrir nám á háskólastigi.
Hversu langt er námið?
Námið er 70 f-einingar og er fullt nám í eitt ár. þar af er ein sumarönn. Hægt er að taka námið í staðnámi og fjarnámi og er hægt að velja um að taka námið á íslensku eða ensku.
Háskólagátt með vinnu
Í námsleiðinni Háskólagátt með vinnu ljúka nemendur námi í Háskólagátt á tveimur árum.
Hver eru inntökuskilyrðin í háskólagáttina?
Uppfylla þarf eitthvert af eftirfarandi skilyrðum til að geta sótt um:
- hafa lokið námi til starfsréttinda eða öðru námi af hæfniþrepi 2 eða hærra
- hafa lokið Menntastoðum og hafa auk þess a.m.k. 2.-3. ára reynslu á vinnumarkaði
- hafa lokið a.m.k. 100 einingum í framhaldsskóla (60 einingum í eldra kerfi)
Hvað kostar háskólagáttin við Háskólann á Bifröst?
Verð fyrir hverja einingu í Háskólagátt eru 3.500 kr. eða 17.500 fyrir fimm eininga áfanga. Þegar umsókn er samþykkt greiðir nemandi staðfestingargjald upp á 35.000 kr. sem gengur upp í heildarverð. Þegar frestur til að skrá sig úr námskeiði rennur út fær nemandi sendan greiðsluseðil fyrir þeim einingum sem á eftir að greiða fyrir.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?