Hvað er frumgreinanám?

Frumgreinanám er hugsað fyrir fólk sem ekki hefur lokið stúdentsprófi en hefur áhuga á frekara námi á háskólastigi. Að loknu námi í frumgreinum öðlast nemendur ígildi stúdentsprófs og geta þannig innritast í háskóla hérlendis og erlendis.

Fyrir hverja er frumgreinanám?

Frumgreinanám er hagnýtt undirbúningsnám fyrir metnaðarfullt fólk. Vinnuálagið er mikið og námið krefjandi. Það hentar vel fólki sem ekki hefur nægilega góðan grunn fyrir nám á háskólastigi.

Hvað er námið langt?

Námið tekur að jafnaði fjórar annir eða tvö námsár. Hægt er að taka fyrstu önnina í fjarnámi.

Hver eru inntökuskilyrðin?

Hver nemandi sem sækir um frumgreinanám fer í einstaklingsmat, þar sem tillit er tekið til starfs-  og námsferils. Fólk sem lokið hefur hluta af stúdentsprófi eða starfs, iðn- og tækninámi ætti að eiga greiðan aðgang að frumgreinanámi.

Hvað kostar frumgreinanám?

Samkvæmt verðskrá HR 2011-2012 kostar frumgreinanám 85.000 kr. á önn. Auk þess þarf að greiða fyrir matspróf ef þau eru framkvæmd.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar