1Japanska leiðin
Japanir nota sniðuga leið til að margfalda stórar tölur án vasareiknis. Þeir krota línur á blað! Sjón er sögu ríkari:
211x trikkið
Það er ekkert mál að margfalda með tíu, -maður bætir bara 0 við endann. En það er líka auðvelt að margfalda tveggja stafa tölu við með 11.
Taktu töluna sem þú vilt margfalda með 11 og ímyndaðu þér bil á milli stafanna.
Dæmi:
Tökum 52 x 11 sem dæmi:
5__2
Leggðu svo tölurnar tvær saman og settu þær inn á milli: 5_(5+2)_2
Þetta verður því 572, sem er einmitt rétt svar!
Ef talan í miðjunni er tveggja stafa, settu þá bara seinni stafinn inn á milli eins og venjulega og leggðu 1 við fyrsta stafinn, t.d. 99 x 11
9_(9+9)_9
9_18_9
(9+1)_8_9
1089 sem er rétt svar!
3Að margfalda með 5
Það er lítið mál að margfalda smáar tölur með fimm, en þegar maður er kominn upp í háar summur flækist málið. Eða hvað?
Taktu hvaða tölu sem er og deildu með tveimur (það er að segja, helmingaðu hana). Ef að niðurstaðan er án aukastafa, bættu við 0. Ef hún er með aukastaf, sem væntanlega er ,5 þá bætirðu fimmunni aftast.
Dæmi:
2682 x 5 = (2682 / 2) & 5 eða 0
2682 / 2 = 1341 (engir aukastafir, svo bættu við 0)
13410
Annað dæmi:
5887 x 5
5887 / 2 = 2943,5 (aukastafur, bættu við 5)
29435
4Að margfalda með 9
Það kunna kannski flestir margföldunartöfluna, en þetta er engu að síður skemmtilegt ráð. Til að margfalda tölu á milli 1 og 9 með 9, haltu höndunum fyrir framan þig og settu þann fingur niður sem þú ert að margfalda með. Teldu puttana fyrir framan niðursetta fingurinn og svo fingurna fyrir aftan.
Dæmi:
9 x 3
Settu niður þriðja puttann. Þá eru tveir til vinstri og sjö til hægri. Niðurstaðan er því 27.
5Að margfalda með 4
Sumum finnst þetta kannski augljóst, en fyrir öðrum eru þetta kannski fréttir. Auðveldast er nefnilega að margfalda með tveimur og svo aftur með tveimur.
Dæmi:
58 x 4 = (58 x 2) + (58 x 2) = (116) + (116) = 232
6Flókin margföldun
Stundum er hægt að snúa upp á tölurnar svo þær séu auðveldari. Ef þú helmingar fyrri töluna og tvöfaldar seinni töluna er útkoman sú sama:
32 x 125 er það sama og:
16 x 250 sem er það sama og:
8 x 500 sem er það sama og:
4 x 1000 = 4.000
7Að deila með 5
Það er furðuauðvelt að deila með 5. Þú þarft bara að margfalda með tveimur og færa kommuna til vinstri.
Dæmi:
195/5
Skref 1: 195 * 2 = 390
Skref 2: Færðu kommuna: 39,0 eða bara 39
2978 / 5
Skref 1: 2978 * 2 = 5956
Skref 2: 595,6
8Að deila með 3 og 9
Viltu vita hvort að hægt sé að deila hárri tölu í þrjá eða níu jafna hluta með engum aukastöfum með því að leggja saman þversummu tölunnar og sjá hvort þversumman gengur upp í þrjá eða níu.
Dæmi:
Er hægt að deila 4967 í þrjá?
4+9+6+7=26
Ganga þrír upp í 26? Nei.
En hvað með? 694
6+9+3=18
Ganga þrír upp í 18? Já. Þá er hægt að deila 694 í þrjá jafna parta.
Heimildir:
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?