Það eru tvær ástæður fyrir því að þú gætir þurft að fá menntun þína viðurkennda í öðrum löndum: þegar þú ferð í skiptinám, t.d. með Erasmus, eða þegar þig langar að flytja milli landa til þess að læra eða vinna.
Evrópska námseiningakerfið (European credit transfer and accumulation system, ECTS)
ECTS námseiningakerfið gerir þér kleift að mennta þig víða í Evrópu. Það er mjög auðvelt að fá menntun þína viðurkennda þegar þú flytur milli landa innan Evrópu því námseiningakerfið er samræmt milli landa.
Allir háskólar á Íslandi nota ECTS einingar, og stundum er hægt er að fá framhaldsskólaeiningar reiknaðar í ECTS-einingum.
Hvernig virka ECTS einingar ?
ECTS eining miðast við vinnuálag í náminu:
1 eining = 25-30 klukkustundir af vinnu
1 fullt skólaár = 60 einingar
Algeng lengd BA/BS náms = 180 einingar
Það er svo hver skóli fyrir sig sem ákveður hversu margra eininga virði hvert námskeið er.
Er hægt að fá nám sem ekki er í ECTS einingum metið milli landa ?
Ef þú ert eða hefur verið í námi sem ekki er metið í ECTS einingum, eða að flytja út fyrir Evrópu, þá þarft þú að sækja sérstaklega um að fá menntun þína fullgilda í öðru landi. Það er gert með námsmati eða stöðuprófum. Það hjálpar bæði þér og háskólum erlendis að skilja hvert innihald menntunar þinnar er.
Námsmatið fer ýmist fram í skólum, menntamálaráðuneytum, eða sérstökum námsmatsstofnunum, en það er mismunandi milli landa hvert þú þarft að leita. Til eru sérstakar upplýsingastofur fyrir nám og námsmat í flestum Evrópulöndum
Fyrir frekari upplýsingar getur þú haft samband við upplýsingastofuna í þínu heimalandi eða landinu sem þú ert að flytja til. Í löndum þar sem enga slíka upplýsingastofu er að finna, þarft þú að hafa beint samband við menntamálaráðuneyti þess ríkis sem þú ert staddur/stödd í.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?