Hvaða nám er í boði í Kvikmyndaskóla Íslands?

Eftirfarandi námsleiðir eru í boði við kvikmyndaskólann:

Velja þarf námsbraut áður en nám hefst og ekki er hægt að skipta um braut eftir að nám er hafið. Allir nemendur taka líka sameiginleg kjarnafög í kvikmyndagerð.

Er námið í Kvikmyndaskóla Íslands á háskólastigi?

Ekki eins og er. Í Kvikmyndaskólanum er boðið upp nám í kvikmyndagerð sem tekur fjórar annir. Námið er hannað eftir háskólastöðlum og til stendur að innan tíðar verði það á háskólastigi. Hægt er að velja milli fjögurra mismunandi námsleiða, eins og sjá má hér að ofan.

Hver eru inntökuskilyrðin í Kvikmyndaskóla Íslands?

Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða prófi jafngildu því. Þó eru stundum gerðar undantekningar á þessu. Við mat á nemendum sem taka á inn í skólann er skoðuð menntun, starfsreynsla og almenn lífsreynsla. Nánar má lesa sér til um inntökuskilyrði á vef skólans.

Hver eru skólagjöldin í Kvikmyndaskóla Íslands?

Skólagjöldin eru þau sömu fyrir allar námsbrautir, 700.000 krónur á önn. Staðfestingargjald upp á 30.000 krónur er greitt þegar hafið er nám á fyrstu önn. Skólagjöld fást ekki endurgreidd eftir að nám er hafið og þau taka ekki breytingum á námstímanum. Námið er lánshæft hjá LÍN.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar