Hvað er málabraut?

Málabraut, eða tungumálabraut, er námsleið í framhaldsskólum sem miðar að því að mennta nemendur í hugvísindum, svo sem tungumálum, bókmenntum, sögu og málfræði. Á málabraut læra nemendur tvö erlend tungumál til viðbótar við ensku og dönsku.

Fyrir hverja er málabraut?

Málabraut hentar þeim vel sem hyggja á nám í hugvísindum, s.s. íslensku, ensku, bókmenntafræði, málvísindum, fornleifafræði og sagnfræði. Þó eru til mörg dæmi um að nemendur af málabraut hafi farið í félagsvísindi eða listnám á háskólastigi. Lítil áhersla er lögð á stærðfræði og raunvísindi á málabraut og er hún því ekki æskilegur grunnur fyrir nám á náttúru- eða heilbrigðisvísindasviði í háskóla.

Hvaða skólar bjóða upp á málabraut?

Hér til hægri má finna yfirlit Áttavitans yfir alla þá skóla á landinu sem bjóða upp á málabraut. Hér fyrir neðan má finna tengla sem vísa beint á heimasíður skólanna.

Í Reykjavík eru það:

Á Vesturlandi eru það:

Á Norðurlandi er það:

Á Austurlandi er það:

Á Suðurlandi eru það:

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar