Að finna nám erlendis

Þó svo einstaklingar hafi mjög skýra hugmynd um hvað þeir vilji læra, þá vita fæstir hvar best er að hefja leitina að námi. Hér að neðan má finna nokkur tól og síður sem ættu að auðvelda fólki leitina að draumanáminu.

  • Besti staðurinn til þess að byrja á er Farabara.is, gagnvirk síða á íslensku með greinagóðum upplýsingum um nám útum allan heim.
  • GradSchools er leitarvél fyrir háskólanám alls staðar í heiminum. Þar má leita eftir löndum, fögum, námsstigi og fleiru. Þetta er góð síða til að hefja leitina á.
  • Lingó-Málamiðlun er samstarfsaðili fjölda alþjóðlega fagháskóla og málaskóla og aðstoðar íslenska nema við að finna nám við hæfi.

Nám á Norðurlöndum

Öll Norðurlöndin halda úti opinberum síðum þar sem hægt er að leita að námi eftir ýmsum leiðum. Einnig eru til síður sem eru sérsniðnar að námi á ensku. Hér fyrir neðan má finna hlekki á þær.

Nám í Evrópu

Farabara.is er góður staður til að byrja á. Á heimasíðu þeirra er hægt að hefja leit að námi eftir löndum og finna þannig viðeigandi leitartól.

  • Erudera er þægileg og aðgengileg leitarvél fyrir nám í allri Evrópu. Þar er hægt að leita eftir löndum, fögum, námsstigi og fleiru.

Nám í Bandaríkjunum

Fulbright-stofnunin á Íslandi veitir íslenskum námsmönnum aðstoð við leit að námi og upplýsingar um allt sem viðkemur dvöl í landinu. Á heimasíðu Fulbright má finna hlekki á leitarvélar og fjöldann allan af gagnlegum upplýsingum.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar