Hvað eru tungumálaskólar?

Hugmyndin með tungumálaskólum er að efla kunnáttu og getu nemenda í erlendum tungumálum án þess að útskrifa þá með prófgráðu. Málaskólar eru yfirleitt hugsaðir fyrir byrjendur eða þá sem hafa lítinn grunn í tungumálinu. Námið fer gjarnan fram á sumrin í einn til þrjá mánuði í senn.

Hvar er að finna upplýsingar um tungumálaskóla?

Þó nokkrar íslenskar vefsíður halda utan um upplýsingar um málaskóla erlendis.

  • Á vefnum FaraBara er listi yfir tungumálaskóla.
  • Einnig geta tungumálakennarar og námsráðgjafar í menntaskólum veitt upplýsingar um tungumálanám erlendis.

Hvaða íslensku fyrirtæki aðstoða fólk við að komast í tungumálaskóla?

Ferðaskrifstofur hafa aðstoðað íslenska stúdenta við að komast í tungumálaskóla erlendis. Hér að neðan má finna hlekki á síður nokkurra þeirra:

  • Lingo málamiðlun hefur komið Íslendingum í málaskóla sem kenna ensku, þýsku, spænsku, frönsku og ítölsku. Nánari upplýsingar má nálgast hér.
  • Fyrirtækið Kilroy hefur boðið upp á málaskóla á ensku, þýsku, spænsku, frönsku, Japönsku og kínversku. Frekari upplýsingar má nálgast hér.

Dæmi um tungumálaskóla sem eru í boði:

Franska:

Pólska:

Spænska:

Þýska:

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar