Hver er umsóknarfrestur í skóla erlendis?
Umsóknarfrestur í skóla erlendis er misjafn eftir löndum – og jafnvel skólum. Ágætt getur verið að nota þessa töflu hér að neðan til viðmiðunar. þó bendum við á að þetta er ekki algilt en þumalputtareglan er að undirbúa nám erlendis 6-12 mánuði fram í tíman.
- Danmörk: 15. mars fyrir nám sem hefst að hausti.
- Noregur: 15. apríl fyrir nám sem hefst að hausti.
- Svíþjóð: 15. apríl fyrir nám sem hefst að hausti.
- Bretland: 15. janúar fyrir nám sem hefst að sumri/hausti.
- Frakkland: 1. desember – 15. janúar fyrir nám sem hefst að sumri/hausti.
- Þýskaland: 15. janúar fyrir nám sem hefst að sumri. 15. október fyrir nám að vetri.
- Bandaríkin: Ári áður en nám hefst.
- Kanada: Ári áður en nám hefst.
- Ástralía: Ári áður en nám hefst.
Nánar um nám erlendis má finna á farabara.is
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?