Hvernig getur fólk öðlast vinnuvélaréttindi?

Á Íslandi eru nokkur fyrirtæki sem bjóða upp á námskeið til að öðlast vinnuvélaréttindi. Námskeiðin eru bæði bókleg og verkleg.

Að loknu bóklega námskeiðinu geta nemar farið í verklega þjálfun hjá atvinnurekanda í stjórn og meðferð vinnuvéla í eftirtöldum flokkum:

  • Lyftarar með lyftigetu 10 tonn og minni.
  • Dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir vinnuvéla.
  • Körfukranar.
  • Steypudælur.
  • Valtarar.
  • Útlagningarvélar fyrir bundið slitlag.
  • Hleðslukranar á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.

Að námskeiði loknu er tekið próf sem eftirlitsmenn frá Vinnueftirliti ríkisins annast.

Hvert er aldurstakmarkið í vinnuvélanám?

Aldurstakmarkið er 16 ár í frumnámskeiðið. Þremur mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn má viðkomandi fara að æfa sig á tækin undir leiðsögn einstaklings með kennararéttindi á vélina.

Hvert getur maður farið á vinnuvélanámskeið?

Þú getur farið á vinnuvélanámskeið hjá eftirfarandi aðilum:

Á heimasíðum þessara skóla má finna frekari upplýsingar um námskeiðin; tímasetningar, greiðslufyrirkomulag og þess háttar.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar