Hvert skal leita ef vitað er um vonda meðferð á dýrum?

Öllum ber borgaraleg skylda til að tilkynna illa meðferð á dýrum, eða grun um illa meðferð. Best er að hafa samband við Dýraverndarsamband Íslands, með því að senda tölvupóst á dyravernd@dyravernd.is. Formaður Dýraverndarsambands Íslands er Sif Traustadóttir, dýralæknir. Auk þess skal hafa samband við eftirfarandi aðila, eftir því hvert tilvikið er:

  • Dýra- eða búfjáreftirlitsmann sveitarfélagsins. Í Reykjavík er hægt er að hafa samband í síma Reykjavíkurborgar 411-8500.
  • Héraðsdýralækna. Þeir starfa hjá ríkinu og vinna hjá Matvælastofnun. Hægt er að finna upplýsingar um þá inni á vefsíðu Matvælastofnunar.
  • Umhverfisstofnun, ef um er að ræða málefni gæludýra. Hægt er að tilkynna illa meðferð á dýrum til stofnunarinnar í síma 591-2000.
  • Matvælastofnun, ef um er að ræða málefni varðandi velferð búfjár. Sími þar er 530-4800.
  • Ef um neyðartilvik er að ræða skal hafa samband við lögregluna í síma 112. Það á við ef dýr hafa verið sköðuð, þau lent í slysi eða ef talið er að um glæpsamlega meðferð sé að ræða.  Þá er mikilvægt að gerð sé lögregluskýrsla sem nýtist ef leggja þarf fram kæru.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar