Hvert skal leita ef vitað er um vonda meðferð á dýrum?
Öllum ber borgaraleg skylda til að tilkynna illa meðferð á dýrum, eða grun um illa meðferð. Best er að hafa samband við Dýraverndarsamband Íslands, með því að senda tölvupóst á dyravernd@dyravernd.is. Formaður Dýraverndarsambands Íslands er Sif Traustadóttir, dýralæknir. Auk þess skal hafa samband við eftirfarandi aðila, eftir því hvert tilvikið er:
- Dýra- eða búfjáreftirlitsmann sveitarfélagsins. Í Reykjavík er hægt er að hafa samband í síma Reykjavíkurborgar 411-8500.
- Héraðsdýralækna. Þeir starfa hjá ríkinu og vinna hjá Matvælastofnun. Hægt er að finna upplýsingar um þá inni á vefsíðu Matvælastofnunar.
- Umhverfisstofnun, ef um er að ræða málefni gæludýra. Hægt er að tilkynna illa meðferð á dýrum til stofnunarinnar í síma 591-2000.
- Matvælastofnun, ef um er að ræða málefni varðandi velferð búfjár. Sími þar er 530-4800.
- Ef um neyðartilvik er að ræða skal hafa samband við lögregluna í síma 112. Það á við ef dýr hafa verið sköðuð, þau lent í slysi eða ef talið er að um glæpsamlega meðferð sé að ræða. Þá er mikilvægt að gerð sé lögregluskýrsla sem nýtist ef leggja þarf fram kæru.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?