Hvað gerir AFS á Íslandi?
AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem starfa í yfir 50 löndum í öllum heimsálfum. Saga samtakanna nær allt til fyrri heimstyrjaldarinnar en formlega hófust nemendaskipti árið 1947.
AFS hóf starfsemi sína á Íslandi tíu árum síðar, árið 1957 en þá héldu átta fyrstu íslensku skiptinemarnir til Bandaríkjanna. Síðan hefur starfið vaxið og nú sendir AFS á Íslandi árlega milli 100-120 skiptinema til dvalar á erlendri grund og tekur á móti 25-35 erlendum nemum ár hvert.
Viðfangsefni AFS
Aðalviðfangsefni samtakanna hér á landi er nemendaskipti unglinga á aldrinum 15-18 ára. Samtökin eru óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum sem og hvers konar hagsmunasamtökum. Markmið AFS eru að auka kynni og skilning milli þjóða heims og fólks af ólíkum uppruna, víkka sjóndeildarhring ungs fólks og auka menntun þess.
Hvernig er hægt að taka þátt ?
Þú getur gerst skiptinemi ef þú ert á aldrinum 15 – 18 ára.
Þú getur líka tekið þátt með því að taka að þér erlendan skiptinema í 10 mánuði.
Með því að gerast skiptinemi eða taka á móti nema eignast maður vini alls staðar að úr heiminum, kynnist menningu, háttum
og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og ganga í skóla og dvelja ekki sem gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu. Þeir gerast fjölskyldumeðlimir og taka þátt í
daglegu lífi fólksins á staðnum. Hjá AFS hýsa fjölskyldur skiptinema áhugans vegna og fá ekki greidda þóknun fyrir.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um þátttöku á heimasíðu AFS eða kíkja við á skrifstofunni í Reykjavík.
Hjá AFS er hægt að…
sækja UM AÐ GERAST SKIPTINEMI EF ÞÚ
- ert á aldrinum 15 – 18 ára
- hefur aðlögunarhæfni
- býrð yfir áræðni
- vilt læra nýtt tungumál
- vilt kynnast fólki af ólíkum uppruna
SKIPTINEMAR ÞURFA AÐ
- vera sveigjanlegir
- eiga auðvelt með samskipti
- hafa áhuga á að upplifa reynsluríka dvöl í öðru landi fjarri ættingjum og vinum
Hvernig er hægt að hafa samband ?
Kíkja við á skrifstofutíma í Skipholti 50c, Reykjavík.
Sími: 552 5450 eða senda tölvupóst: info-isl@afs.org
Vefur: www.afs.is
Facebook: https://www.facebook.com/skiptinemi
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?