Viltu láta gott af þér leiða, koma á nýjar slóðir, kynnast framandi menningu, hitta nýtt fólk og skemmta þér? Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS senda reglulega hópa af íslenskum ungmennum til þátttöku í spennandi verkefnum með stuðningi Youth in action áætlunarinnar. Langar þig til að vera með í slíkum hópi?

Fyrir hverja er SEEDS?

Verkefnin á vegum SEEDS eru fyrir fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Einnig eru ráðnir hópstjórar í verkefni og þá er oft um annað aldurstakmark að ræða.

Hvar eru unnin sjálfboðaliðastörf á vegum SEEDS?

Undanfarin ár hafa einstaklingar á vegum SEEDS meðal annars farið til Ítalíu, Spánar, Lettlands, Austurríkis, Frakklands, Póllands, Þýskalands, Sviss, Slóveníu, Bretlands, Armeníu og Portúgals.

Hvað kostar að taka þátt í verkefnum á vegum SEEDS?

Þar sem ungmennaskiptin njóta styrkja frá Evrópusambandinu greiða þátttakendur eingöngu hluta af ferðakostnaði (oftast um 30%) og fá frítt fæði og húsnæði meðan á verkefninu stendur. SEEDS tekur umsýslu- og þáttökugjald af þeim sem valdir verða til fararinnar hverju sinni.

Hvernig verkefnum vinnur SEEDS að?

Verkefnin eru afar fjölbreytt, undanfarin ár hefur SEEDS unnið að verkefnum sem varða félags- og æskulýðsmál, leiklistarverkefni, umhverfisverkefni sem varða loftslagsmál, skipulagsmál og verkefni sem snúa að dýravelferð.

Nánari upplýsingar má finna á vef SEEDS.

Hvar er SEEDS?

Grettisgata 3a
101 Reykjavík
Sími: 771-3300
Heimasíða http://seeds.is

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar