Hvað er CISV?

CISV á Íslandi eru alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök sem sjá um að skipuleggja alþjóðlegar sumarbúðir fyrir börn og ungmenni. Einnig sjá samtökin um að senda börn og ungmenni í alþjóðlegar sumarbúðir erlendis.

Fyrir hvað stendur CISV?

  • Skipulagningu alþjóðlegra sumarbúða á Íslandi fyrir börn frá 11 ára aldri til 15 ára.
  • Ferðir íslenskra barna/unglinga, ásamt fararstjóra í alþjóðlegar búðir í öðrum löndum.
  • Skipulagningu unglingaskipta milli CISV fjölskyldna á Íslandi og annarra landa.
  • Starfrækslu unglingadeildar fyrir þá sem hafa tekið þátt í alþjóðlegum sumarbúðum og fyrir aðra unglinga sem hafa áhuga á starfi CISV.
  • Skipulagningu Námsstefnubúða fyrir unglinga á aldrinum 17-18 ára.
  • Þátttöku í samstarfi með öðrum félagasamtökum sem hafa svipuð markmið á stefnuskrá sinni.

Hvernig er hægt að taka þátt ?

Hægt er að sækja um á heimasíðu félagsins þegar komnar eru upplýsingar um þær sumarbúðir sem eru í boði hverju sinni.  Þær upplýsingar koma á hverju hausti. Einnig getur fólk sótt um að vera í félaginu og taka þátt í því starfi sem er við lýði allt árið um kring. Unglingadeildin er með skipulagða dagskrá allan veturinn sem hægt er að taka þátt í. Sumarbúðirnar eru aldursskiptar þannig að það geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi.  Þegar fólk er orðið 21 árs eða eldra þá er hægt að fara sem fararstjóri með hópa í sumarbúðir.

Hjá CISV er hægt að…

  • upplifa ævintýralegar sumarbúðir,
  • eignast vini allstaðar að úr heiminum,
  • kynnast annarri menningu.

Hafa samband við CISV á Íslandi

 

CISV á Íslandi

Pósthólfi 32
202 Kópavogur
Netfang: cisv@cisv.is
Heimasíða: www.cisv.is  
Á Fésbókinni: http://www.facebook.com/CISV-á-Íslandi

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar