Hvað eru rafræn skilríki?

Rafæn skilríki eru einföld og þægileg perónuskilríki sem þú notar á netinu. Auðkenni ehf gefur út skilríkin en íslenska ríkið á 100% eignahlut í Auðkenni. Rafræn skilríki eins og þau eru oftast notuð í dag eru vistuð á simkortið þitt. Ef að simkortið þitt týnist og þú þarft að fá nýtt simkort þá þarf að virkja rafrænu skilríkin upp á nýtt.

Hvernig virka rafræn skilríki?

Rafræn skilríki virka í gegnum sms- farsímakerfi. Það er bara hægt að hafa eitt rafrænt skilríki á hverju simkorti fyrir sig en það er hinsvegar hægt að hafa fleiri en eitt rafrænt skilríki ef þú átt annað símanúmer og þar með annað simkort.

Þegar flutt er erlendis er algengt að fólk fái sér númer í því landi sem flutt er til. Það býr til ákveðna flækju hvað varðar rafrænu skilríkin en það eru nokkrir kostir í boði.

E-sim frá erlendu fjarskiptafélagi

E-sim er rafrænt simkort sem virkar alveg eins og venjulegt simkort nema að það er ekkert physical sim-kort í símanum. Ísland virðist vera eitt á báti hvað það varðar að hafa rafræn skilríki sem krefjast venjulegs simkorts svo ef þú átt síma sem styður e-sim þá er góður kostur að hafa íslenska númerið á venjulegu simkorti og það erlenda á e-sim. Þá eru litlar líkur á að þú týnir íslenska simkortinu vegna þess að þú þarft aldrei að taka það úr símanum.

Auðkennisappið

Auðkennisappið er app sem þú getur notað til að auðkenna þig hjá þeim stofnunum sem hafa opnað fyrir appið. Til að virkja appið þarftu að vera með hefðbundin rafræn skilríki til að auðkenna þig, en eftir það svo lengi sem þú eyðir ekki appinu þá helst það virkt. Þetta getur verið góður kostur en eins og staðan er í dag þá getur auðkennisappið ekki komið alveg í staðinn fyrir hefðbundin rafræn skilríki þar sem það hafa ekki allar stofnanir opnað fyrir þennan möguleika. Það á hinsvegar eftir að lagast með tímanum.

Að halda sig við hefðbundin sim-kort

Þriðji möguleikinn er að fá hefðbundið simkort frá erlendu fjarskiptafélagi og setja íslenska kortið í þegar þú þarft að nota rafrænu skilríkin. Þetta er ekki sniðugasta leiðin þar sem það er auðvelt að týna íslenska simkortinu ef það liggur bara ofan í skúffu. Í þessu tilfelli er sniðugt að fá sér auka símanúmer á Íslandi sem þú býrð til rafræn skilríki númer 2 á til þess að hafa við höndina ef hin týnast.

Hversvegna er slæmt að týna rafrænu skilríkjunum?

Málið er að ef rafrænu skilríkin týnast erlendis, þá er ekki hægt að virkja þau aftur nema að sá sem á skilríkin fari í banka, skrifstofu Auðkennis eða í útibú fjarskiptafélags. Ástæðan fyrir þessu eru þær ströngu reglur sem eiga við um notkun og stofnun rafrænna skilríkja. Eina leiðin til að virkja rafræn skilríki er að mæta á skráningarstöð með gilt vegabréf/ökuskírteini (ekki rafrænt) eða íslenskt nafnskírteini.

Í stuttu máli þá er sniðugast að vera með erlent e-sim og íslenska númerið á venjulegu simkorti. Það lágmárkar áhættuna á því að týna kortinu og þar með rafrænu skilríkjunum.

Ég vona að greinin hjálpi til við að átta sig á rafrænum skilríkjum og hverju þarf að huga að við notkun þeirra.

Innsend grein.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar