Hvað er Rithringur.is ?
Vefurinn er ætlaður fólki sem hefur áhuga á skrifum, bæði smásögum, skáldsögum og þýðingum. Eftir að fólk hefur skráð sig inn hefur það aðgang að öllum svæðum vefjarins og getur sent inn sögu. Sagan er sett í svokallaða biðröð og síðan er hún gagnrýnd af öðrum notendum vefjarins. Til þess að geta sent inn sögu þarf stig en þau færðu með því að gagnrýna sögur hjá öðrum. Allir geta samt sent inn sögu þegar þeir byrja. Á vefnum er einnig að finna spjallsvæði um bókmenntir, greinar o.fl.
Hver er tilgangur Rithrings ?
Tilgangur Rithringsins er að hjálpa skrifandi fólki að bæta skrif sín. Því markmiði er náð með uppbyggilegri gagnrýni frá öðrum meðlimum.
Hvernig er hægt að taka þátt?
Allir sem skrá sig á upphafssíðu Rithringsins geta tekið þátt í starfsemi hans.
Því gengur Rithringur.is út á að…
- Senda inn sögu
- Gagnrýna sögur annarra
- Spjalla um bókmenntir og allt annað
- Lesa greinar um skapandi skrif
- Finna mannanöfn í nafnaskapara
- Nota persónuverkstæði og margt fleira.
Hafa samband við Rithringur.is
Mosabarð 16, Hafnarfirði
www.rithringur.is
rithringur@rithringur.is
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?