Hvað er nasismi?
Nasismi er í raun heiti yfir það afbrigði fasismans sem Adolf Hitler og fylgjendur hans sköpuðu í Þýskalandi á 4. og 5. áratug 20. aldar.
Þjóðernissósíalismi
Orðið nasismi er íslenskt afbrigði af enska orðinu „nazism.“ Sem er stytting á „National Socialism“ eða „þjóðernissósíalisma.“ Hitler túlkaði sósíalisma sem skuldbindingu einstaklingsins við heildina. Því var hann ekki sósíalisti í hefðbundnum skilningi. Enda hafði hann mikla óbeit á öðrum sósíalistum og kommúnistum.
Kynjabótastefna
Það sem að skilur nasisma frá öðrum greinum fasisma er kynjabótastefna þeirra. Þó vissulega hafi aðrir fasistaflokkar aðhyllst henni að mörgu leyti. Hugmyndafræði um yfirburði ,,aríska“ kynþáttar hvítra gagnvart öðrum. Einna helst minnihluta hópum t.d. samkynhneigðum, þeldökkum og gyðingum.
Nýnasismi
Nasismi er yfirleitt eingöngu notaður yfir stefnu Þjóðverja um miðja 20. öld. Hins vegar hefur „nýnasismi“ sprottið upp víðar og síðar. Með sambærilega áherslu á þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og kynbótastefnu í gegnum sterkt, sameinað þjóðríki.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?