Sæl verið þið.
Ég er búin að vera að vinna vaktavinnu í 4 ár en langar að breyta til og finna fulla vinnu í sumar en ég veit ekki ef ég fæ fulla vinnu hvernig ég ætti að segja það við yfirmanninn minn og þá kemur rosakvíðinn af stað hjá mér og hindrar mig í að taka áhættunna, hvernig get ég látið mig bara taka sénsinn og ekki láta kvíðann stöðva mig í það
Hæhæ og takk fyrir spurninguna
Hér er grein sem gæti hjálpað þér https://attavitinn.is/vinna/ad-haetta-i-vinnu/
Síðan vil ég segja að það er mjög eðlilegt að vera kvíðin yfir þessu. Það er hægara sagt en gert en stundum þarf bara að stökkva. Ef að rétta tækifærið býðst þá held ég að þú munir finna það og þá verður þetta allavega aðeins auðveldara.
Kveðja
Ráðgjöf Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?