Átröskun

310

Ég er að fara í greiningu fyrir átröskun.
Ég veit að ég er með átröskun og veit nokkurnveginn hvað mun koma útúr greiningunni en getið þið sagt mér hvernig er farið að því að greina átraskanir?

Það er greint með viðtölum hjá geðlækni.  Læknirinn spyr um ákveðna hluti og þannig kemur í ljós hvort þú reynist með átröskun.  Það eru ákveðin skilyrði sem einstaklingur þarf að uppfylla þannig að greiningin eigi við.  Þannig eru allar geðraskanir greindar.  Það dugar oftast ekki til að fara í eitt viðtal.  Greingarferlið getur verið langt og tekið nokkrar heimsóknir til geðlæknis eða sálfræðings.   Einnig er á Landspítalanum átröskunarteymi sem er hópur fagfólks sem vinnur að því að greina og vinna að meðferð við átröskunum.  Þú getur kynnt þér málið frekar með að lesa hér:

https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/fraedsluefni/atroskun-fullordinna/

https://gedfraedsla.is/atraskanir/

https://attavitinn.is/heilsa/atraskanir/

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar