Hæ ég er buin að vera a pillunni (harmonet) i sirka 2 -3 mánuði og á ekki að taka pillu pásu nema að það komi milli blæðingar. Nuna er eg með brúna utferð en er ekki viss hvort það séu milli blæðingar eða ekki. Á ég að taka pillu pásu eða halda áfram að taka hana?
Hæ og takk fyrir spurninguna,
við mælum alltaf með því að þú leitir til hjúkrunarfræðings eða læknis til þess að fá nákvæm fagleg svör um heilsu þína. Á Heilsuveru getur þú spjallað við hjúkrunarfræðing á netinu þér að kostnaðarlausu. Hér er smá úttekt úr grein af Áttavitanum:
- Útferð kallast það þegar slímkenndur vökvi kemur úr kynfærum.
- Flestar konur eru með einhverja útferð nær daglega en lykin og magnið er mismunandi eftir konum.
- Útferð er leið líkamans til að halda leggöngunum heilbrigðum og hreinum.
- Útferðin fyrirbyggir og veitir vörn gegn sýkingum.
- Útferð viðheldur raka í leggöngum.
- Aukin útferð, gul- eða grænleit og illa lyktandi er oft merki um sýkingu og hana ber að leita með til læknis.
Mismunandi tegundir útferðar:
- Hvít: Þykk, hvít útferð er algeng í byrjun og enda tíðahrings en er án kláða. Ef kláði er til staðar getur þykk hvít útferð einnig gefið til kynna sveppasýkingu.
- Glær og teygjanleg: Gefur til kynna egglos.
- Glær og vatnskennd: Getur komið á mismunandi tímum tíðahringsins.
- Brún: Getur komið fljótlega eftir blæðingu, legið að hreinsast.
- Gul eða græn: Getur gefið til kynna sýkingu, sérstaklega ef hún er þykk eða kekkjótt og illa lyktandi.
- Örlítið blóðlituð eða brún: Getur komið við egglos í miðjum tíðahringnum. Einnig snemma í meðgöngu þegar blæðingar hefðu átt að byrja. Ef blóðlituð/brún útferð kemur í stað blæðinga (þegar þær áttu að byrja) og kynmök voru stunduð án getnaðarvarna er nauðsynlegt að gera þungunarpróf.
Mbkv,
Áttavitinn
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?