hæ. síðusta árið hefur mér ekki liðið vel. ég hef alveg haft móment sem ég haft gaman að sjálfsögðu en aldrei liðið svona áður. ég á vin sem ég hitti reglulega. ég hef alltaf verið stuðboltinn og átt auðvelt með samskipti, og haft mörg ahugamal en síðast liðna árið hef ég að mestu leiti verið þögull. ég i rauninni tók ekki eftir þessu sjalfur fyrr en mamma min talaði við mig.
þá attaði eg mig a þvi að eg hef ekki fundið fyrir ánægju í meira en ár. á síðasta ári grét ég mikið en siðustu mánuði hef eg litið grátið. bara verið mjög þögull og dapur. ég hef misst mikinn áhuga af flestum áhugamálum minum og hef mjög litið að gera. astæðan fyrir þessu má m.a. rekja til erfið sambandslit sem eg átti i januar i fyrra. eg veit ekki hvað eg a að gera. eg er otrulega mikið einn og ennþá brotinn. eg se ekki mikið fram á að þetta muni hætta i bráð. eg er alveg týndur. eru þið með ráðleggingar? er eg þunglyndur?
Hæ hæ og takk fyrir spurninguna.
Það er mjög leiðinlegt að heyra að þér líði svona. Hér eru tvö praktísk atriði sem eru í boði frá okkur í formi greina. Til þess að átta sig á hvort maður sé að glíma við þunglyndi og hvað er hægt að gera við þunglyndi.
https://attavitinn.is/heilsa/hvad-er-thunglyndi/
https://attavitinn.is/heilsa/gedheilsa/hvad-er-haegt-ad-gera-vid-thunglyndi-og-kvida/
Við ráðleggjum þér líka að tala við trúnaðarvin ef þú átt slíkan. Ef ekki að þá getur sálfræði meðferð hjálpað helling. Það getur tekið langan tíma að jafna sig á sambandsslitum en trúðu mér það mun lagast þó það líti kannski ekki út fyrir það akkúrat núna. Við erum líka hér upp í Hinu Húsinu, Upplýsingamiðstöðin. Alltaf til í að taka kaffibolla hvort sem það er í raunheimum eða í gegnum Zoom. Vertu alveg óhræddur að heyra í okkur varðandi það. Getur haft samband við okkur í 4115500, hitthusid@hitthusid.is eða á facebook og bara spurt hvort við séum til í að taka kaffibolla.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?