Ég er 15 ára, þarf ég að borga skatt?

1970

 

Ég er 15 ára strákur í vinnu hjá afa mínum og ég var að forvitnast hvernig ég ætti að snúa mér að því þegar kemur að skattkorti eða rafrænum  persónuafslátti. Mín spurning er aðallega um hvort ég þurfi að borga skatt eða ekki?

 

Sæll og takk fyrir spurninguna.

Börn yngri en 16 ára greiða 6% skatt af öllum launatekjum sem fara yfir 180.000 kr. á ári. Miðað er við árið en ekki afmælisdag.

Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem veittur er öllum einstaklingum eldri en 16 ára Meira um rafrænan persónuafslátt hér.

Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar