Ég er 15 ára strákur í vinnu hjá afa mínum og ég var að forvitnast hvernig ég ætti að snúa mér að því þegar kemur að skattkorti eða rafrænum persónuafslátti. Mín spurning er aðallega um hvort ég þurfi að borga skatt eða ekki?
Sæll og takk fyrir spurninguna.
Börn yngri en 16 ára greiða 6% skatt af öllum launatekjum sem fara yfir 180.000 kr. á ári. Miðað er við árið en ekki afmælisdag.
Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem veittur er öllum einstaklingum eldri en 16 ára Meira um rafrænan persónuafslátt hér.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?