Ég er 15 ára strákur í vinnu hjá afa mínum og ég var að forvitnast hvernig ég ætti að snúa mér að því þegar kemur að skattkorti eða rafrænum persónuafslátti. Mín spurning er aðallega um hvort ég þurfi að borga skatt eða ekki?
Sæll og takk fyrir spurninguna.
Börn yngri en 16 ára hafa sérstakt frítekjumark og greiða 6% af tekjum sem fara yfir frítekjumarkið í skatt (þeir sem eru með 180.000 kr. eða meira í mánaðarlaun). Ég læt fylgja með grein af áttavitanum sem birtist í mars sl. um persónuaflátt og skattkort https://attavitinn.is/vinna/rettindi/personuafslattur-og-skattkort
Gangi þér vel!
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?