Rafrænn persónuafsláttur

Árið 2023 er persónuafslátturinn 59.665 krónur á mánuði og dregst hann frá þeirri upphæð sem launþegi greiðir í skatta.

0
11187

Hvað er persónuafsláttur?

Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem veittur er öllum einstaklingum eldri en 16 ára. Persónuafsláttur er alltaf hinn sami, óháð tekjum. Fólk greiðir hinsvegar misháa prósentu í skatt eftir tekjum. Skattþrepin eru þrjú:

  • Skattþrep 1 – Af tekjum 0 – 370.482 kr. – 31,45%
  • Skattþrep 2 – Af tekjum 370.483 – 1.040.106 kr. – 37,95%
  • Skattþrep 3 – Af tekjum 1.040.107 kr. – 46,25%

Allar krónur sem einstaklingur þénar umfram það skattleggjast í þriðja þrepi (46,25% skattur).

Með þessu móti er tryggt að þú tapir ekki á því að vinna meira eða þiggja launahækkun sem færir þig upp um skattþrep.

Hversu hár er persónuafslátturinn?

Árið 2023 er persónuafslátturinn 59.665 krónur á mánuði og dregst hann frá þeirri upphæð sem launþegi greiðir í skatta.

Persónuafslátturinn (árið 2023) er samtals 715.980 kr. á ári. Persónuafslætti má safna upp á milli mánaða og nýta síðar. Uppsafnaður persónuafsláttur sem ekki er nýttur innan árs fellur niður við lok þess.

Á heimasíðu Ríkisskattstjóra má finna reiknivél fyrir staðgreiðslu skatta.

Hvað er þá skattkort?

Það sem áður hét skattkort, heitir núna rafrænn persónuafsláttur. Frá og með árinu 2016 var skattkortakerfið lagt niður og í staðinn tekinn upp rafrænn persónuafsláttur. Þetta kerfi þjónar sama tilgangi.

Hvernig virkar rafrænn persónuafsláttur?

Þú segir einfaldlega launagreiðandanum þínum hvort þú ætlir að nýta persónuafsláttinn og hversu hátt hlutfall. Það er hægt að gera þegar þú skrifar undir ráðningarsamninginn eða með símtali eða tölvupósti eftir að ráðið hefur verið í starfið.

Uppsafnaður persónuafsláttur

Ef þú átt uppsafnaðan persónuafslátt sem þú vilt nýta þér í því starfi sem þú ert að byrja í, þá er það á þína ábyrgð að finna út stöðuna og upplýsa nýja launagreiðanda um það. Upplýsingar um stöðu á persónuafslættinum er að finna á þjónustusíðu Ríkisskattsstjóra.

Kynningarmyndbandið og heimildir eru af vef ríkisskattstjóra.

Nánari upplýsingar:

Allar nánari upplýsingar og mörg góð kynningarmyndböndum rafræna persónuafsláttinn er að finna á rsk.is/personuafslattur.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar