Hvað er tekjuskattur?

Tekjuskattur er innheimtur af ríkinu og er tekinn af launum einstaklinga. Allir sem afla tekna og eru búsettir á Íslandi greiða tekjuskatt. Atvinnuveitendur draga tekjuskatt af launum starfsfólks mánaðarlega og greiða til ríkissjóðs. Þeir sem starfa sjálfstætt sem verktakar, þurfa sjálfir að standa skil á staðgreiðslunni til ríkissjóðs. Tekjuskattur er greiddur í 3 þrepum eftir því hversu mikið fólk þénar. Árið 2022 eru skattþrepin þessi:

  • 31,45% skattur er tekinn af launum sem eru 370.482 kr. eða minna á mánuði.
  • 37,95% skattur er tekinn af launum sem eru á bilinu 370.483 – 1.040.106 kr. á mánuði.
  • 46,25% skattur er tekinn af launum sem eru 1.040.107 kr. og meira á mánuði.

Börn yngri en 16 ára greiða 6% skatt ef tekjur þeirra fara yfir 180.000 kr. á ári. Miðað er við aldursár en ekki afmælisdag.

Saman mynda tekjuskattur og útsvar „staðgreiðslu skatta“.

Hvað er útsvar?

Útsvar er tekjuskattur af launum einstaklinga sem sveitarfélögin innheimta. Allir sem afla tekna þurfa að greiða útsvar til þess sveitarfélags sem þeir hafa lögheimili í. Atvinnuveitendur draga útsvar af launum starfsfólks og greiða til sveitarfélagsins. Útsvarið er mishátt eftir sveitarfélögum: Árið 2016 er lágmarksútsvar 12,44% en hármarksútsvar 14,52%. Í Reykjavík er útsvarið 14,52%. Saman mynda tekjuskattur og útsvar staðgreiðslu skatta. Þeir sem starfa sjálfstætt sem verktakar, þurfa sjálfir að standa skil á staðgreiðslunni til ríkissjóðs.

Frekari upplýsingar um staðgreiðslu skatta, persónuafslátt og skattkort má finna hér Áttavitanum.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar