Ég er á erfiðum stað

    81

    Komið Sæl.
    Ég er 18 ára gamall og ég er í Menntaskóla sem mér líður ekki vel í en ég sjálfur veit ekki hvaða áhuga ég hef á að læra fyrir mína framtíð. Ég er kanski seinn í þessu því ég er orðin 18 ára en ég sjálfur finn ekki mitt áhugasvið.

    Hæ og takk fyrir að hafa samband.

    Það er leitt að heyra að þér líði ekki vel í skólanum. Það er mjög eðlilegt að vera ekki með á hreinu hvar áhuginn liggur. Það er í raun ólíklegra að vera með á hreinu hvað það er sem maður vill leggja fyrir sig í framtíðinni á þessum aldri.

    Ef þér líður ekki vel í skólanum en hefur áhuga á að sinna námi eru margir skólar í boði og getur verið af hinu góða að prófa nýtt umhverfi.

    Líkt og kemur fram í svari hér fyrir neðan þá er númer 1, 2 og 3 að prófa sig áfram, þannig getur maður reynt að finna hvar áhugasviðið sitt liggur. Hægt er að skoða nám, námskeið, störf eða annað sem getur hjálpað manni að komast skrefinu lengra í að finna út hvað það er sem kveikir neista innra með manni.

    Það er allt í lagi að vita ekki hvað man vill gera og sumir eru sífellt að breyta um stefnu, burtséð frá aldri, og það er bara hið besta mál.

    Gangi þér sem allra best.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.

     

    Sumir skella sér í háskólanám á áttræðisaldri.


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar