T.d. ef eg vinn frá 10 til 15 20 fæ eg þá borgað fyrir þessar 20 minútur eða þyrfti ég að vinna til 16 til að fá borgað fyrir þann klukkutíma?
Hæ og takk fyrir spurninguna,
Það fer í raun allt eftir því hvernig samning þú ert með við vinnuveitanda þinn.
Margir fá greidda fasta upphæð fyrir mánaðarvinnu og starfshlutfallið kemur þá fram í prósentum.
Aðrir fá greidda tímavinnu; þ.e. tímakaup margfaldað með tímafjölda á mánuði.
Auk þess fær fólk stundum greidda yfirvinnu en það er sú vinna sem er unnin utan dagvinnutíma. Þessar tölur eru saman mánaðarlaunin fyrir skatt.
Hér eru frekari upplýsingar: https://attavitinn.is/fjarmal/laun-og-skattur/hvad-stendur-a-launasedlinum/
Mbkv,
Áttavitinn
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?