hæ, vildi spurja aðeins um afhverju ég sem er 17-18 ára á erfitt með að verða harður eða halda honum hörðum þegar ég er að fara stunda kynlíf búið núna að gerast 4 sinnum af 4 skiptum, en svo bara við tilhugsunina um að stunda kynlíf með þeim sem ég náði ekki að vera harður með gerir það mjög létt fyrir mig að harna.
er frekar viss að þetta sé performance anxiety en veit ekki hvað ég á að gera til að laga það
Hæ hæ og takk fyrir spurninguna,
Frammistöðukvíði er töluvert algengari meðal karlmanna en fólk heldur og er stinningarvandi eitt helsta kynlífsvandamál í heiminum. Það jákvæða er að það eru til margar mismunandi aðferðir til að vinna í stinningarvanda og frammistöðukvíða. Það er engin ein lausn í þessu máli en margt hægt að prófa hvað hentar hverjum og einum. Hugleiðsla er eitt tól. Talmeðferð getur einnig hjálpað hún er nýtt til að stjórna streitu, þunglyndi og öðrum áhyggjum. Einnig ef þess þarf að þá er hægt að breyta um lífsstíl svosem borða hollari fæðu og hreyfa sig. Við eigum grein hér á Áttavitanum sem ég vona að geti nýst þér hér er hlekkur á hana: https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/kynlif/frammistodukvidi-i-kynlifi/
Ef það er eitthvað annað sem við getum hjálpað þér með ekki hika við að hafa samband.
Með bestu kveðju
Ráðgjöf Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?