Hormónahringurinn

    136

    Hæhæ var að pæla hvernig pásan á hormónahringnum virkar. Er ég ennþá vernduð þótt ég sé á viku pásunni? Eða þarf ég að nota smokk þá 7 daga og svo 7 daga eftir að nýjum hring er komið fyrir? Það segir sig kannski sjálft þar sem hann á bara að vera úti í mesta lagi 3 tíma en fæ mismunandi svör á google svo ákvað að spyrja.

    Önnur spurning..
    það er sagt að hann haldi vörn i allt að 3 tíma eftir að það er tekið hann út og ég vil helst taka hann út í kynlífi en virkar hann jafn vel þótt honum sé komið fyrir og tekið út nokkrum sinnum yfir daginn? Eða þarf ég alltaf að passa að hann sé ekki lengur úti en 3 tíma í heildina.

    Hæ, hæ og takk fyrir spurninguna.

    Það er mælt með að nota verjur eins og smokkinn fyrstu vikurnar á meðan þú ert að aðlaga þig að hormónunum í hringnum.

    Samkvæmt lyfjafræðingi hefur líklegast ekki verið rannsakað nógu vel hvernig það virkar ef þú fjarlægir hormónahringinn í skamman tíma nokkrum sinnum yfir daginn. Það eru þó mestar líkur á að það geti dregið úr getnaðarvarnaráhrifum hans þar sem um hormónalyf er að ræða og getur það mögulega ruglað í tíðahringnum svo það er alls ekki mælt með því að fikta mikið í honum.

    Hormónahringurinn veitir um 95-99% vörn ef notaður rétt og ættirðu ekki að þurfa að treysta á aðrar getnaðarvarnir. Getnaðarvörnin er virk í pásunni en þar sem svona getnaðarvarnir eru aldrei 100% þá eru sumir sem vilja tryggja sig enn betur og nota smokk og er það bara gott mál en ekki nauðsyn.

    Svo til að vera eins örugg og þú mögulega getur ráðleggjum við þér að fylgja leiðbeiningum fylgiseðilsins eins vel og hægt er og nota verjur ef þú hefur farið yfir þessa 3 tíma eða fjarlægt hann oftar en einu sinni yfir daginn.

    Kær kveðja,
    Áttavitinn ráðgjöf


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar