Hvað eru flatir vexir og vaxtavextir í mjög stuttu máli?

    621

    Ég er að gera verkefni í sambandi við vexti og vantar að vita hvað flatir og vaxtavextir eru í meira skiljanlegu máli en er í námsbókinni minni.

    Sæll og takk fyrir spurninguna,

    Stutta svarið er að. Munurinn felst í því hvort vextir eru reiknaðir af áður áföllnum vöxtum eða ekki.

    Flatir vextir er þegar vextir eru bara reiknaðir af höfuðstól en ekki ávöxtun orðið áður. Þá aukast vaxtagreiðslur í samræmi við lengd lánstíma vegna þess að ekki eru greiddir vaxtavextir.

    Vaxtavextir eins og orðið gefur kannski til kynna eru vextir af vöxtum. Ef að vaxtatímabil er lengra en 12 mánuðir skulu þeir lagðir við höfuðstól láns og nýjir vextir reiknaðir af samanlagðri fjárhæð.

     

    Hér er líka Vísindavefnum sem gæti nýst þér varðandi flata vexti og vaxtavexti: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3316

    Hérna er líka grein frá okkur almennt um vexti https://attavitinn.is/fjarmal/fjarmalahugtok/vextir/

     

    Með bestu kveðju

    Ráðgjöf Áttavitans


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar