Sko eg er trans kona og mig langar að fara a blockera svo ég get loksins verið sátt en ég er buin að bíða í eitt 8g hálft ár fyrir BUGL en fæ ekkert svar
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Hér er smá úrdráttur úr grein sem við skrifuðum um daginn:
Hvert er hægt að leita?
Það eru ýmsir staðir sem einstaklingar geta leitað til ef þá vantar meiri upplýsingar, stuðning eða einfaldlega spjall.
- Fyrst má nefna Trans-Ísland sem er félag transfólks á Íslandi. Félagið heldur úti mánaðarlegum fundum fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í húsnæði Samtakanna ’78 á Suðurgötu 3. kl. 20:00. Hægt er að hafa samband í gegnum facebook-síðuna, í tölvupósti trans@samtokin78.is eða hringja í síma 824-2615.
- Á Norðurlandi eru hinsegin baráttusamtökin Hin – Hinsegin Norðurland sem geta veitt frekari upplýsingar og stuðning ef þörf er á.
- Formlegt teymi innan Landspítala vinnur að málefnum transfólks og halda utan um ferlið til kynleiðrettingar og allt sem tengist því. Hægt er að komast í samband við teymið með því að panta tíma hjá Óttari Guðmundssyni á Læknastöðinni í Kringlunni í síma 568-6811 eða senda tölvupóst á ottarg@landspitali.is með erindi.
Vona að þetta hjálpi.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?