Hvernig verð ég geðlæknir

  307

  Ég er á öðru ári í framhaldskóla og vil verða geðlæknir en veit ekkert hvaða einingar ég þarf og hvernig ég ætti að fara að því

  Hæhæ og takk fyrir spurninguna,

  Það er inntökupróf í læknadeildina þau sem geta tekið prófið eru þau sem hafa klárað stúdents próf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Í framhaldsskóla þarftu að klára ákveðin grunn í raungreinum (náttúrufræðibraut). Í stærðfræði, efnafræði, eðlisfræði o.s.frv. Þegar þú hefur klárað grunnámið í læknisfræði þá ferðu í sérnám þar sem þú myndir velja hér er hlekkur á það sérnám: https://www.landspitali.is/fagfolk/menntun/sernam-laekna/sernam-i-gedlaekningum/

  Síðan er grein á áttavitanum sem getur mögulega eitthvað hjálpað þér hérna er hún: https://attavitinn.is/vinna/hvernig-verd-eg-laeknir/

  Vona að þetta hjálpi þér og gangi þér vel

  Kveðja

  Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar