Ég er búin að hitta nokkra sálfræðinga vegna kvíða og ekkert gengur. Ég er farin að vellta fyrir mér hvort ég eigi að byrja á kvíðalyfjum fyrst ekkert annað virðist virka en ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég er ekki að hitta sálfræðing eins og er og veit ekki hvert ég á að leita.
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Best er að byrja á því að spyrja sálfræðinginn þinn hvort hann telji þig þurfa lyf, hann gæti þá bent þér áfram. Ef það er ekki í boði þá getur þú pantað tíma hjá lækni á heilsugæslustöð og þau geta skrifað upp á lyf fyrir þig ef þau telja þess þörf. Hér er einnig grein sem við skrifuðum um kvíða og þunglyndi ásamt nokkrum leiðum til úrlausnar.
Gangi þér vel.
Mbk.
Áttavitinn
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?