Kvennvinir kærasta míns.

  38

  Búin að vera saman í ár en erum frá sitthvoru landi. Ég treysti honum og veit að hann vill mér ekkert illt. En ég hef séð hann oft spjalla við stelpur í DM sem hann segir að séu ,, vinkonur hans ,, en hann á lika margar vinkonur sem ég hef hitt. en þegar ég er t.d í burtu þá fer hann og spilar íþróttir með (vinkonum) sínum og þetta fer ótrúlega í taugarnar á mér að hann vill alltaf vera að spjalla við aðrar stelpur og gera eitthvað með þeim og hann veit það. Hann segir að hann á bara stelpu vinkonur og í hans culture þá eru stelpur og strákar vinir. hann segist ætla ekki að stoppa að tala við þær útaf mér. Hvað get ég gert?!?! Ég get ekki breytt honum en ég get ekki breytt tilfinningunum mínum?? mér finnst skiljanlegt hvernig mér líður, ég geri þetta ekki við hann og ég á enga stráka vini.

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Samskipti eru lykillinn í þessum efnum.

  Það er eðlilegt að eiga vini af öðru kyni og á það eitt og sér ekki að þurfa að vera óþægilegt. Ef hann er ekki að gefa þér tilefni til þess að vera tortryggin gagnvart vinkonum sínum ætti þetta að vera í lagi. Þar sem þér líður ekkert alltof vel með þetta er samtal um þessi mál nauðsynleg. Það er auðvitað mjög eðlilegt að finnast þetta óþægilegt og er mikilvægt að hann sýni þinni hlið skilning líka.

  Ef hann er að leyna samskiptum fyrir þér þá er það ekki í lagi en þú átt heldur ekki að þurfa að fara í gegnum skilaboðin hans ef þú treystir honum. Það er ekki heilbrigt að gefa maka sínum afarkosti í þessum efnum (sbr. ég eða þær).

  Ef einhverjar vinkonur hans koma illa fram við þig þá þarf að ræða það og í hans höndum að taka það samtal við þær. Þær þurfa að sýna þér og ykkar sambandi virðingu og er hægt að setja spurningarmerki við samband hans við vinkonu sem reynir að ýta undir tortryggni og afbrýðisemi.

  Sumir finna sig betur í vinasambandi með öðru kyni en sínu eigin. Mundu bara að hann valdi þig til að vera með í ástarsambandi, ekki þær.

  Hér er hægt að lesa um afbrýðisemi og hér er grein um samskiptavanda í samböndum sem gæti verið sniðugt fyrir þig að glugga yfir.

  Gangi þér vel.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar