Í flest öllum alvarlegum og lengri tíma samböndum koma upp samskiptavandamál sem getur reynst snúið að leysa úr. Þetta getur átt við um vinasambönd, fjölskylduna og ástarsambönd. Þó svo að greinin einblíni sérlega á samband á milli maka, þá er vel hægt að útfæra hana yfir á annarsskonar sambönd.

Hvað angrar sambandið?

Oft getur verið erfitt að vita hvað nákvæmlega angrar mann. Mikilvægt er að taka sér tíma til þess að hugsa um það. Hér eru nokkur ráð til þess að komast betur að því hvað angrar mann.

  • Taktu þér tíma í að hugsa um það. Oft hjálpar að skrifa niður tilfinningar sínar og komast þannig betur að því hvað er að fara úrskeiðis. Það þarf ekki að sýna neinum það sem er skrifað, heldur er þetta hugsað einungis fyrir þín augu.
  • Talaðu við vin. Vinir geta verið endalaus uppspretta góðra ráða, en þó er mikilvægt að velja sér vin sem þorir að gagnrýna þig og maka þinn líka. Einhvern sem myndi segja þér frá því ef hann telur að þú þurfir að laga eitthvað í fari þínu.
  • Vertu hreinskilin/n við sjálfa/n þig. Þó svo að í sumum tilfellum sé vandamál í sambandi einungis öðrum aðilanum að kenna, þá er það oft þannig að um samspil tveggja aðila sé að ræða. Ekki gleyma að hugsa um það hvort þú hafir gert eitthvað sjálf/ur til að valda örðugleikum.
  • Hugsaðu um vandamálið út frá hinum aðilanum í sambandinu. Hvernig sér hann/hún það sem gerðist? Til þess að leysa úr stöðunni er mikilvægt að hugsa um báðar hliðar málsins. Þá hjálpar að skilja hina hliðina á málinu.

Ekki er allt sem sýnist!

Vandamál sem koma upp í samböndum eiga það til að rekja rætur sínar lengra. Þegar koma upp örðugleikar í sambandinu getur það kallað fram ákveðnar tilfinningar úr fortíðinni þegar svipaðar aðstæður komu upp. Oft þarf að kafa vel eftir þeim atburðum sem gætu valdið því að þú bregðist við á ákveðinn hátt.

Hvernig vinn ég úr vandamálunum?

Hugsanir verða að tilfinningum og úr verður hegðun.

Það er mikilvægt að átta sig á því að það eina sem við sjáum í fari annarra eru viðbrögð þeirra við eigin hugsunum og tilfinningum. Að sama skapi sér annað fólk einungis viðbrögð okkar við eigin tilfinningum og hugsunum. Til þess að brjóta upp slæmt samskiptamynstur er nauðsynlegt að skoða eigin hugsanir og tilfinningar vel. Getur verið að hugsanirnar okkar séu órökréttar? Endurspegla þær eitthvað sem þú sjálf/ur þarf að vinna betur út?

Ef að þér finnst maki þinn sýna þér óréttláta hegðun, gæti verið gott að spyrja hann nánar út í hana.

Hvað er hann að hugsa sem veldur því að hann hegði sér líkt og hann gerir?

Lykilatriði í öllum samböndum er að virða hvert annað og sýna virðinguna í verki. Ræðið málin í rólegheitunum og hafið það hugfast að finna framtíðarlausn á málunum. Gangi ykkur vel.

Unnið og staðfært úr grein af síðunni theMix.

Tengdar greinar

Hefur allt verið þaulreynt? Hér eru upplýsingar um að slíta ástarsambandi.

Hvað eru algeng vandamál í samböndum, hvernig leysi ég úr þeim og hvenær er kominn tími á ráðgjöf?

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar