Kvikmyndagerðar námskeið

  137

  Ég er í leit að kvikmynda gerðar námskeiði fyrir fullorðna en hef ekki fundið neitt.
  Eru einhver þannig námskeið til? Eða er það bara fyrir unglinga?
  Ef svo námskeið eru til, hvar skrái ég mig? Kostar það eithvað? Og hvenær er það haldið?

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Hér er ítarleg grein um hvernig man verður kvikmyndagerðarmaður.

  Það eru ýmis námskeið og nám í boði fyrir fullorðna. Hér er t.d. nám í Kvikmyndatækni sem er á vegum Tækniskólans en Stúdíó Sýrland sér um kennsluna.

  Hver önn kostar 295.000 kr. og er námið fjórar annir ef þú hefur lokið stúdentsprófi. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.

  Svo er auðvitað Kvikmyndaskóli Íslands með flott nám fyrir fólk sem vill leggja fyrir sig kvikmyndagerð.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar