Geturu gefið mér upplisýngar um Psycopath and sociopath
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Sociopathy og psychopathy eiga það sameiginlegt að tengjast andfélagslegri persónuleikaröskun og í klínískri sálfræði er ekki mikill munur gerður þar á.
Það er stundum talað um líffræðilegar orsakir þegar kemur að psychopaths en sociopaths séu frekar mótaðir af umhverfi sínu. Það er ekki þar með sagt að psychopaths stjórnist ekki líka af umhverfi sínu (áföllum í æsku t.d.).
Psychopaths eiga erfitt með að þróa raunveruleg tilfinningatengsl við aðra. Tengsl eru oft yfirborðskennd og gerð til að stjórna öðrum sem hentar þeim hverju sinni. Fólk er í raun peð í þeirra heimi til að koma þeim áfram í lífinu. Sjaldgæft er að psychopaths finni fyrir einhverri eftirsjá sama hversu miklum skaða hegðun þeirra eða gjörðir geta valdið. Psychopaths eru oft mjög sjarmerandi og traustvekjandi einstaklingar, í flottum störfum, oft vel menntaðir, eiga jafnvel fjölskyldur og út á við virðast þau vera í ástríkum samböndum.
Sociopaths eiga það til að vera hvatvísari og örari í hegðun en psychopaths eru meira útreiknaðir. Sociopaths eiga einnig erfitt með að tengjast fólki en sumir geta tengst öðrum sem hugsa eins/svipað og þau. Ólíkt psychopaths eiga sociopaths oft erfitt með að haldast í vinnu eða eiga eðlileg sambönd út á við og skortir samkennd.
Sálfræðingurinn Robert Hare skilgreinir t.d. sociopathy þannig að fólk er meðvitað um hvað er rétt og rangt en siðferði þeirra endurspeglar ekki samfélagsleg norm. Sociopaths réttlæta sína hegðun þegar öðrum finnst hún vera röng. Hare skilgreinir svo psychopathy þannig að einstaklingur hefur enga siðferðiskennd né samkennd með öðrum.
Í báðum tilfellum eru einkenni oftast komin fram fyrir 15 ára aldur.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?