Hvað er fasteignaskattur?

Fasteignaskattur, eða fasteignagjöld, er innheimtur af sveitarfélögum og leggst á allar fasteignir innan bæjarmarka sveitarfélagsins. Fasteignaskattur er misjafnlega hár eftir sveitarfélögum og er ákveðið hlutfall af fasteignamati eignarinnar. Fasteignagjöld eru skattar sem allir fasteignaeigendur þurfa að greiða. Gjöldin skiptast í fjóra liði, en þeir eru:

  • fasteignaskattur,
  • lóðarleiga,
  • sorphirðugjald
  • gjald vegna endurvinnslustöðva.

Hversu há eru fasteignagjöld?

Fasteignagjöld eru reiknuð á fasteignir sem ákveðið hlutfall af fasteignamati þess. Skatturinn er mis hár eftir sveitafélögum en þó ávallt innan ákveðins ramma.

  • A-skattur er lagður á íbúðarhúsnæði og er að hámarki 0,18% af fasteignamati.
  • B-skattur er lagður á opinberar byggingar (sjúkrahús, skólar, bókasöfn o.þ.h.) og er að hámarki 1,32% af fasteignamati.
  • C-skattur er lagður á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur í flokka A og B. Hann er að hámarki 1,60% af fasteignamati.

Fasteignaskattur í Reykjavík er eftirfarandi:

  • Íbúðarhúsnæði = 0,18% af fasteignamati.
  • Atvinnuhúsnæði = 1,60% af fasteignamati.

Lóðagjöld í Reykjavík eru sem hér segir:

  • Íbúðarhúsnæði = 0,2% af lóðarmati.
  • Atvinnuhúsnæði = 1,0% af lóðarmati.

Sorphirðugjöld í Reykjavík

Sorphirðugjald í Reykjavík miðast við fjölda ruslatunna, stærð þeirra og tíðni losana.

  • Gráa tunnan sem inniheldur blandaðan úrgang er losuð á 14 daga fresti. Árið 2022 er gjaldið 34.200 kr. fyrir 240L tunnu, 21.000 kr. fyrir 120L tunnu. Ef aðgangur að tunnunum er í meira en 15 m fjarlægð er gjaldið 27.100 kr. fyrir 120L og 42.500 fyrir 240L.
  • Bláa tunnan sem er undir endurvinnanlegan pappír og pappa er losuð á 21 daga fresti. Árið 2022 er gjaldið 10.200 kr. fyrir 240L tunnu ef hún er innan 15m fjarlægðar en 15.600 kr. ef hún er fjær.
  • Græna tunnan er undir endurvinnanlegt plast, hún er tæmd á 21 daga fresti. Árið 2022 er gjaldið 10.600 kr. fyrir 240L tunnu en 16.000 kr. ef hún er í meira en 15m fjarlægð frá bílnum.
  • Brúna tunnan er fyrir lífrænan úrgang og er losuð á 21 daga frest. Gjald fyrir 240L tunnu innan 15m frá sorpbíl er 13.200 kr. á ári en 19.300 kr. ef hún er fjær.

Þeir sem kjósa að flokka sorp til endurvinnslu geta fækkað ílátum, stærð þeirra eða losunartíðni og þannig lækkað sorphirðugjöld sín. Hægt er að lesa sér betur til um það á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar